Tveir veiðifélagar skruppu á heiðina í dag og tóku stefnuna á Arnarvatn litla. Þeir komu á veiðistað uppúr kl. 9.00 í morgun og skiluðu aflaskýrslu í Hraunfossa um kl. 18.00 í kvöld. Þeir lönduðu 36 fiskum og misstu a.m.k. 20, þannig að það var mikið fjör. Þeir félagar voru mjög ánægðir og töluðu um að fiskarnir væru vel haldnir, feitir og pattaralegir. Við vorum sammála um að óvenju fáar...
Veiðitímabilið hefst þann 15 júní
Opnað verður fyrir veiði þann 15 júní. Færðin á svæðinu er með eindæmum góð, vegir og slóðar óvenju þurrir miðað við árstíma. En ekki er allt gull sem glóir. Þeir sem hafa lagt leið sína á svæðið kvarta undan ryki! Það sé varla hægt að sjá hvert menn eru að fara vegna þess hve ökutækin þyrla upp miklu ryki. Vatnsbúskapurinn hefur oft verið betri í byrjun veiðitímabils en nú hefur varla komið dropi...
Bókanir fyrir sumarið 2019
Nú þegar er töluvert bókað í húsunum næsta sumar. Við viljum benda þeim sem hafa huga á að leigja hús og hafa ekki en haft samband að það marg borgar sig að senda inn fyrirspurn fyrr en seinna. Frestur til að ganga frá bókunum sem nú þegar eru komnar er til 1. apríl. Dagatöl húsanna verða uppfærð fyrir fyrstu helgina í apríl. Þannig ef einhverjir hafa...
Fyrirkomulag veiða fram í byrjun september
Enn er hægt að komast í veiði á heiðinni en frá 20. ágúst er einungis hægt að fá veiðileyfi í Úlfsvatn og þá bara vatnið sjálft ! Ekki ár og læki sem renna úr og í vatnið. Þetta er gert til að hlífa hryggningarfiskinum á svæðinu. Í öðrum vötnum eru að hefjast bændadagar og því er ekki hægt að fá veiðileyfi í þau. Hægt er að leigja hús eins og...
Vötnin sem fáir fara í
Eins og þeir sem heiðina hafa heimsótt vita þá er veiðisvæðið stórt og mörg vötn, lækir og ár sem hægt er að veiða í. Lang flestir veiða í Úlfsvatni eða Arnarvatni litla og vatnasvæði þess. Ástæðan er sú að aðgengi að þessum vötnum er betra en að öðrum. Ef menn vilja fara í t.d. Hlíðarvatn eða Gunnarssonavatn þurfa þeir annaðhvort að fara gangandi eða vera á breyttum jeppum. Stundum berast...
Sumarið lætur bíða eftir sér
Sumarið er en á öðrum landshlutum og það hefur verið bæði kalt og blautt á heiðinni það sem af er tímabilinu. Fiskarnir hafa samt ekki látið það á sig fá og hefur veiðin verð ágæt. Einnig má nefna það að veiðimenn eru hinsvega að standa sig betur í skilum á veiðiskýrlsum en oft áður og erum við mjög ánægð með það ! Þó eru skammarlega margir sem hunsa skýrslurnar svo...
Opnað þann15 júní
Í dag er fyrsti veiðidagurinn þetta árið. Nokkrir aðilar eru á heiðinni að veiða og verður spennandi að fá veiðiskýrslur frá þeim. Færðin er með betra móti miðað við hvernig tíðarfarið hefur verið ! Rétt er að árétta fyrir mönnum að halda sig á vegum og að moldarslóðarnir geta verið blautir ! Nýja heimasíðan er smá saman að skríða saman og viljum við biðjast velvirðingar á því hversu sú vinna...
Facebook leikur
Núna ætlum við að skella í smá leik á facebook ! Endilega kíkið á Arnarvatnsheiði á facebook og lesið síðustu færslu og aldrei að vita nema að þú fáir 2 veiðileyfi á heiðinna....
Opnum 15 júní
Opnum þann 15 næstkomandi. Útlitið á heiðinni er óvenju gott eftir mildan vetur og gott vor, samt er vatnsstaðan í vötnunum fín. Vonumst eftir því að aflinn verði feitur og flottur eftir gott vor. Slóðarnir eru allir opnir, biðjum samt þá sem ætla sér í Hlíðarvatn að vera með varan á og ekki aka út á svæði sem virðast blaut nema að vel athuguðu máli. Menn eru minntir á að...