Opnað þann15 júní

Í dag er fyrsti veiðidagurinn þetta árið. Nokkrir aðilar eru á heiðinni að veiða og verður spennandi að fá veiðiskýrslur frá þeim. Færðin er með betra móti miðað við hvernig tíðarfarið hefur verið ! Rétt er að árétta fyrir mönnum að halda sig á vegum og að moldarslóðarnir geta verið blautir !

Nýja heimasíðan er smá saman að skríða saman og viljum við biðjast velvirðingar á því hversu sú vinna hefur tafist og vonum að allt verði komið í lag á næstu dögum.

Við viljum minna menn sem hafa leigt hús að lesa VEL allan póstinn sem þeir fengu svo þeir lendi ekki í vandræðum við að fá lykkla ! Þá er ekki hægt að fá án þess að sýna kvittun með dagsettningum eins og útskýrt er í tölvupósti sem allir hafa fengið !

Við vonum að menn muni eiga góðar stundir á heiðinni og veiða vel og viljum hvetja menn til að senda okkur myndir til að byta hér á síðunni !

Með von um gott veiðisumar.

Mynd frá Ægi Val Haussyni, af Arnari Loga með fallegan fisk sumarið 2017

More about Arnarvatnsheiði

Skildu eftir svar