Reglur um veiðar og umgengni

Borgi menn veiðileyfi í gegnum heimabanka verða þeir að setja dagsetningu þess dags eða þeirra daga sem leyfið gildir í skýrngu/tilvísun, prenta kvittunina út og hafa hana með á heiðina. Kvittunin er veiðileyfið og því mjög mikilvægt að menn hafi hana meðferðis þannig að hægt sé að sýna veiðiverði hana.

Geti menn ekki sannað að þeir hafi borgað veiðileyfi fyrir tiltekinn dag eða daga, eða ef menn eru staðnir að því að vera við veiðar án þess að hafa tilskilin leyfi, verða þeir að sæta því að málið sé sent í kæru samkvæmt lax- og silungsveiðilögum, og þeim vísað af veiðsvæði. Skýrt skal tekið fram að hvert veiðileyfi gildir aðeins fyrir eina stöng, svokölluð „letingjaveiði“ er ekki heimil.

Ef menn hafa pantað veiðihús fá þeir ekki lykilinn afhentan nema að geta sýnt kvittun fyrir greiðslu og á kvittuninni verður að vera dagsetning þeirra daga sem þeir hafa húsið.

ATH. Stranglega er bannað að vera með skotvopn á veiðisvæðinu.

  • Leyfilegt agn er fluga, spúnn, maðkur og önnur beita
  • Akið ekki utan merktra eða troðinna slóða
  • Takið allt rusl (sorp) með til byggða og gangið vel um tjaldstæði og vatnsbakka
  • Óheimilt er að nota önnur veiðitæki en veiðistöng
  • Bannað er að skilja stangir eftir á vatnsbakka (letingja)
  • Að öðru leyti er vísað til laga um lax- og silungsveiði
  • SKYLT er veiðimanni að bera veiðileyfi á sér við veiðar og sýna það veiðiverði óski hann þess
  • Varist að styggja afréttarfénað að óþörfu
  • Séu hundar með í för skal hafa þá í bandi, lausir hundar verða ekki liðnir

Þá er rétt að benda á að vötn á veiðisvæði veiðifélagsins eru ekki ætluð til
iðkunar vatnasports. Með því er átt við sjóþotur og báta með stærri mótorum en 10 hp.

Veiðileyfi eru bundin við mánaðardaga og skiptast ekki milli daga.
Aðeins eru seldir heilir dagar.

Torfærumótorhjól og fjórhjól eru ekki vel séð. Bent er á að norðan fljóts er aðeins um einkavegi að ræða í eigu veiðifélagsins, að undantekinni leiðinni norður um Helluvað að Arnarvatni stóra.