Heiðin opnar þann 15 júní

Veiðisvæðið opnar þann 15. júní. Slóðar er ágætlega þurrir og vatnsstaða ágæt miðað við snjóléttan vetur og þurrkatíð í vor.
Það er rétt að benda veiðimönnum á að opnunartími á Hraunfossum er ekki eins og áður og hægt er að sjá opnunartímann inn á facebook síðu Hraunfossa. Vonast er til að með hækkandi sól og fleira fólki á ferðinni verði hægt að hafa opið fram á kvöld. Eins og er þá er opið frá kl 10:00 til 15:00 alla daga.
Alltaf er hægt að kaupa leyfi með því að senda tölvupóst á veidi@arnarvatnsheidi.is en fólki er bent á að það er ekki neinn sem situr við tölvuna allan sólahringinn, því er gott að hafa smá fyrirvara á fyrirspurnum og óskum um leyfi.

Annað sem við viljum benda á er að núna er Úlfsvatnsvaðið illfært sökum þess að þar hefur brot úr bakka farið í ána og strandað í vaðinu. Í stað þess að hætta á að fara yfir vaðið er mönnum bent á að fara yfir nýju brúna og niður nýja slóðann á norðurbakka fljótsins, þá koma menn inn á veginn að Úlfsvatni og Arnarvatni litla.
Veiðimenn eru hvattir til að vera duglegir að skila inn veiðiskýrslum og ganga vel um svæðið.

 

More about Arnarvatnsheiði

Skildu eftir svar