Nú er hægt að kaupa leyfi til dorgveiða í Úlfsvatni

Nú er hægt að kaupa leyfi til dorgveiða í Úlfsvatni.

Á fundi stjórnar veiðifélagsins núna í vikunni var tekin sú ákvörðun að bjóða upp á leyfir til dorgveiða í Úlfsvatni.

Stöngin kostar 5000 kr og menn eru beðnir um að setja sig í samband við Snorra veiðivörð til að fá upplýsingar um færð og annað sem gott er að vita ef menn ætla í vetrar ferð inn á heiði. Síminn hjá Snorra er 8925052.  Hægt er að kaupa leyfi með því að senda tölvupóst á netfangið veidi@arnarvatnsheidi.is áður en menn fara að veiða.

Það eru ekki allir sem eiga faratækni til vetrarferða upp á hálendið en þá má benda á að Kristján Kristjánsson sem rekur Mountain taxa ætlar að bjóða upp á ferðir í dorgveiði upp á heiði núna í vetur og er hann þræl kunnugur á svæðinu og með góða bíla í þessi vetrarferðalög. Þeir sem hafa áhuga á að nýta það er bent á að skoða heimasíðu Mountain taxa https://mountaintaxi.is/ og þar eru allar upplýsingar til að komast í samband við Kristján. Þess má geta að myndina hér með þessari frétt tók Kristrjá uppi á heiði.

 

More about Arnarvatnsheiði

Skildu eftir svar