Sumarið lætur bíða eftir sér

Urriði úr Hlíðarvatni, mynd Davíð Búason

Sumarið er en á öðrum landshlutum og það hefur verið bæði kalt og blautt á heiðinni það sem af er tímabilinu. Fiskarnir hafa samt ekki látið það á sig fá og hefur veiðin verð ágæt. Einnig má nefna það að veiðimenn eru hinsvega að standa sig betur í skilum á veiðiskýrlsum en oft áður og erum við mjög ánægð með það ! Þó eru skammarlega margir sem hunsa skýrslurnar svo erfitt er að átta sig á því hversu mikið er að veiðast. Það má  nefna það að Efra Arfavatnið hefur verið að koma sterkt inn þetta árið og man ég ekki eftir að hafa séð eins marga fiska skráða á land þar áður. Það er einig gaman að sjá að bleikjan er í miklum meirihluta þar, en við höfum haft áhyggjur af framgangi belikjunar á heiðinni síðustu árin.

Það eru mörg vötn sem ekki er mikið veitt í og eitt þeirra er Hlíðarvatn, sem er frekar erfitt að komast að en ferðalagið þangið er yfirleitt vel þess virði. Vatnið er þokkalega stórt og gott veiðiðivatn. 3 félagar í veiðifélaginu Fjósatungu lögðu leið síðna upp í Hlíðarvatn þann 28 júní. Þeir veiddu 45 bleikju og 18 urriðia og voru stærstu fiskarnri um 1,7 kg, allir fiskarnir voru veidir á flugur.  Davíð Búason sem er meðlimur í téðu veiðifélagi var svo vænn að senda okkur 3 myndir frá þessum degi og fylgja þær hérna með.  Við viljum nota tækifærið og þakka honum kærlega fyrir og hvetja aðra veiðimenn sem eiga góða daga á heiðinni að senda okkur frásagnir af veiðinni og myndir sem við getum birt hérna. Það er svo gaman að geta sagt góðar veiðisögur og þær verða margar til á Arnarvatnsheiði.

Bleikja veidd á flug í Hlíðarvatni, Mynd Davíð Búason
Nokkrar af bleikjunum sem veiðifélagið Fjósatunga landiði í Hlíðarvatni, mynd Davíð Búason

 

More about Arnarvatnsheiði

Skildu eftir svar