Bókanir fyrir sumarið 2019

Kvöld á Arnarvatnsheiði

     Nú þegar er töluvert bókað í húsunum næsta sumar. Við viljum benda þeim sem hafa huga á að leigja hús og hafa ekki en haft samband að það marg borgar sig að senda inn fyrirspurn fyrr en seinna.

    Frestur til að ganga frá bókunum sem nú þegar eru komnar er til 1. apríl. Dagatöl húsanna verða uppfærð fyrir fyrstu helgina í apríl. Þannig ef einhverjir hafa fengið neitun um draumadaga sína ættu þeir endilega að kíkja á dagtölin eftir 6. apríl og sjá hvort þeirra dagar hafi losnað.

     Núna er búið að setja sömu reglur um Álftakrók og Úlfsvatnsskála og veiðihúsin, þ.e. um tímasetningu þegar á að vera búið að ganga frá og húsin tilbúin fyrir næstu gesti. Miðað er við að menn geti komið í skálana kl. 17:00 og eiga þá að sama skapi að vera búnir að ganga frá kl. 17:00 á brottfarardegi þannig að næstu menn geti tekið við. Ef enginn er í skálunum þegar komið er á svæðið geta menn að sjálfsögðu komið sér fyrr fyrir í húsunum.

    Minnum alla sem eiga pantað hús að staðfesta með greiðslu fyrir 1. apríl og lesa vel tölvupóst.

    Ef vantar dagsetningu í skýringu/tilvísun á kvittunina er í raun ekki hægt að fá lyklana afhenta og veiðileyfi eru í raun ekki gild.

   Það er sorglegt hversu margir lesa ekki allan póstinn sinn þó að við bæði feitletrum og rauðletrum efst í pósti! Kæru vinir, endilega ekki gleyma þessu – LESA PÓSTINN!

Girðum okkur í brók og gerum hlutina eins og til er ætlast, það auðveldar öllum sína vinnu.

Með von um gott veiðitímabil.

More about Arnarvatnsheiði

Skildu eftir svar