Fyrirkomulag veiða fram í byrjun september

Enn er hægt að komast í veiði á heiðinni en frá 20. ágúst er einungis hægt að fá veiðileyfi í Úlfsvatn og þá bara vatnið sjálft ! Ekki ár og læki sem renna úr og í vatnið. Þetta er gert til að hlífa hryggningarfiskinum á svæðinu. Í öðrum vötnum eru að hefjast bændadagar og því er ekki hægt að fá veiðileyfi í þau. Hægt er að leigja hús eins og...

Vötnin sem fáir fara í

Eins og þeir sem heiðina hafa heimsótt vita þá er veiðisvæðið stórt og mörg vötn, lækir og ár sem hægt er að veiða í.  Lang flestir veiða í Úlfsvatni eða Arnarvatni litla og vatnasvæði þess. Ástæðan er sú að aðgengi að þessum vötnum er betra en að öðrum. Ef menn vilja fara í t.d. Hlíðarvatn eða Gunnarssonavatn þurfa þeir annaðhvort að fara gangandi eða vera á breyttum jeppum. Stundum berast...

Sumarið lætur bíða eftir sér

Sumarið er en á öðrum landshlutum og það hefur verið bæði kalt og blautt á heiðinni það sem af er tímabilinu. Fiskarnir hafa samt ekki látið það á sig fá og hefur veiðin verð ágæt. Einnig má nefna það að veiðimenn eru hinsvega að standa sig betur í skilum á veiðiskýrlsum en oft áður og erum við mjög ánægð með það ! Þó eru skammarlega margir sem hunsa skýrslurnar svo...

Opnað þann15 júní

Í dag er fyrsti veiðidagurinn þetta árið. Nokkrir aðilar eru á heiðinni að veiða og verður spennandi að fá veiðiskýrslur frá þeim. Færðin er með betra móti miðað við hvernig tíðarfarið hefur verið ! Rétt er að árétta fyrir mönnum að halda sig á vegum og að moldarslóðarnir geta verið blautir ! Nýja heimasíðan er smá saman að skríða saman og viljum við biðjast velvirðingar á því hversu sú vinna...

Opnum 15 júní

Opnum þann 15 næstkomandi. Útlitið á heiðinni er óvenju gott eftir mildan vetur og gott vor, samt er vatnsstaðan í vötnunum fín. Vonumst eftir því að aflinn verði feitur og flottur eftir gott vor. Slóðarnir eru allir opnir, biðjum samt þá sem ætla sér í Hlíðarvatn að vera með varan á og ekki aka út á svæði sem virðast blaut nema að vel athuguðu máli. Menn eru minntir á að...