Fyrirkomulag veiða fram í byrjun september

Enn er hægt að komast í veiði á heiðinni en frá 20. ágúst er einungis hægt að fá veiðileyfi í Úlfsvatn og þá bara vatnið sjálft ! Ekki ár og læki sem renna úr og í vatnið. Þetta er gert til að hlífa hryggningarfiskinum á svæðinu. Í öðrum vötnum eru að hefjast bændadagar og því er ekki hægt að fá veiðileyfi í þau. Hægt er að leigja hús eins og venjulega. Það verður opið fyrir veiði fram í byrjun september.

Menn hafa veirð að veiða vel í Úlfsvatni síðustu daga og dæmi um 2 stangir í 5 tíma á norðurbakkanum neðan við Úlfsvatnsskálann = 48 fiskar. Myndin með fréttinni er af Hjördísi Helgu Ægisdóttur með fallegan urriða veiddann í Úlfsvatni. Myndina tók Ægir Valur Hauksson.

Með von um gott haust !

More about Arnarvatnsheiði

Skildu eftir svar