Vötnin sem fáir fara í

Eins og þeir sem heiðina hafa heimsótt vita þá er veiðisvæðið stórt og mörg vötn, lækir og ár sem hægt er að veiða í.  Lang flestir veiða í Úlfsvatni eða Arnarvatni litla og vatnasvæði þess. Ástæðan er sú að aðgengi að þessum vötnum er betra en að öðrum. Ef menn vilja fara í t.d. Hlíðarvatn eða Gunnarssonavatn þurfa þeir annaðhvort að fara gangandi eða vera á breyttum jeppum.

Stundum berast féttir af mönnum sem leggja í vatnakönnunarleiðangra og einn og einn skilar skýrslu þar sem t.d Veiðitjörn, Krókavatn eða Mordísarvatn eru nefnd. Engin skýrsla hefur borist þetta árið eða í fyrra þar sem Gunnarssonavatn er nefnt.

Gunnarssonavatn er athygglisvert vatn sem hefur misst úrrennsli sit vegna lítillar úrkomu. Það er 14,25 ha að stærð allt djúpt og malar eða grjót botn að mestu. Þar var lítið veitt um margra ára skeið vegna þjóðsögu um loðsilung, en í vatninu er vel ætur fiskur bæði bleikja og urriði, það má þó nefna að í gegnum tíðina hefur verið óvenju mikið um samgróninga í kviðarhol fiskanna í vantinnu, umfram það sem gerist í flestum hinna vatnana. Það er töluverð þolimæðisvinna að aka að vatninu en oft er erviðið þess virði. Meðfylgjandi myndir eru fengnar hjá Þorsteini Svavari McKenstry sem fór þangað fyrir nokkurm árum ásamt góðum hóp. Ég vill leyfa myndunum að tala sitt mál en glöggt má sjá að þarna er fiski von og fallegar bleikjur ! Gaman væri er einhverjir vinir heiðarinnar hafa lagt leið síðna þangað nýverið og ef þeir gætu sent okkur upplýsingar um sína upplifun af þessu vannýttna vatni. Eins væri gaman að fá fréttir af því hvernig fiskarnir lýta út, ef samgróninga verður vart umfram það sem gerist annarstaðar ! Með von um að menn sem hafa unun af ævintýrum fari að kanna ný vötn og geti leyft okkur hinum að frétta af árangri slíkra ferða.

Glaður hópur við veiðar í Gunnarssonavatni. Mynd Þorsteinn Svavar McKinstry

More about Arnarvatnsheiði

Skildu eftir svar