Fyrsta veiðiskýrslan komin í hús

  Tveir veiðifélagar skruppu á heiðina í dag og tóku stefnuna á Arnarvatn litla. Þeir komu á veiðistað uppúr kl. 9.00 í morgun og skiluðu aflaskýrslu í Hraunfossa um kl. 18.00 í kvöld. Þeir lönduðu 36 fiskum og misstu a.m.k. 20, þannig að það var mikið fjör. Þeir félagar voru mjög ánægðir og töluðu um að fiskarnir væru vel haldnir, feitir og pattaralegir. Við vorum sammála um að óvenju fáar...

Veiðitímabilið hefst þann 15 júní

Opnað verður fyrir veiði þann 15 júní. Færðin á svæðinu er með eindæmum góð, vegir og slóðar óvenju þurrir miðað við árstíma. En ekki er allt gull sem glóir. Þeir sem hafa lagt leið sína á svæðið kvarta undan ryki! Það sé varla hægt að sjá hvert menn eru að fara vegna þess hve ökutækin þyrla upp miklu ryki. Vatnsbúskapurinn hefur oft verið betri í byrjun veiðitímabils en nú hefur varla komið dropi...