Opnað fyrir veiði 15 júní Búið er að fara upp á heiði og athuga færð og annað. Svæðið er í ágætu ástandi eftir veturinn og flestir slóðar og vegir færir. Óvíst er um slóðann upp í Hlíðarvatn og vegurinn fyrir austan Álftarkrók er lokaður þannig það er ekki en fært norður yfir heiðina. Við viljum benda mönnum á að skoða heimasíðu vegagerðarinnar til að sjá hvenær sá vegur verður opnaður...
Fyrirkomulag veiða það sem eftir lifir haustsinn
Núna er farið að halla á annars gott veiðitímabil. Fyrirkomulag veiða það sem eftir lifir tímabilinu er þannig að til og með 15 ágúst er hægt að fá veiðileyfi í vötnin en bannað að veiða í ám og lækjum á svæðinu. Eftir 19 ágúst er bara hægt að fá veiðileyfi í Úlfsvatn og þá bara vatnið sjálft. Ekki er leyft að veiða í ánum og lækjunum. Annars hefur veiðin verið...
Veiðin gengur vel
Núna hafa margir hópar og einstaklingar lagt leið sína á heiðna og er það sem við höfum frétt bara jákvætt. Menn eru að veiða vel og marigir mhög vel. Þessar myndir eru frá manni í hóp sem keyptu 3 stangir í 2 daga og voru við Úlfsvatn. Þeir veiddu meira en nóg og slepptu megninu af fiskunum, enda hver getur torgað 200+ silungum. Sá sem var í forsvari fyrir hópnum sagði að þeir hefðu farið í fyrsta sinn upp á heiði í fyrra og það gekk vel því höfðu þeir miklar væntingar fyrir þessa veiðiferð. En upplifunin og aflinn var langt um betri en þeir höfuð getað ýmu
Okkur þykjir mjög vænt um ef menn geta gefði sér tíma til að senda okkur myndir og smá texta um þeirra upplífun á heiðinni. Þannig getum við haldið netsíðunum lifandi og miðlað reynslu manna af svæðinu til þeirra sem eru „alltaf á leiðinni“.
Annars hafa menn almennt verið að veiða vel allir farið ánægðir.
Við viljum benda mönnum á að skoða dagatölin við húsin á heimasíðunni og senda inn fyrirspurnir varðandi leigu á húsum en núna eru meiri möguleikar á að fá hús en í byrjun veiðitímabilsins.
Rétt að benda á að þetta svæði er frábært til að fara með börn og þá sérstakalega Úlfsvatn og Arnarvatn litla. Þar er stutt ganga á góða veiðistaði og mikil von á því að fá fiska.
Við viljum benda á að opnunatíminn á Hraunfossum er breyttur miðað við síðustu ár og geta menn séð hann á síðu Hraunfossa á facebook.
Þeir sem eru á ferðinni utan opnunartíma til að ná í lykkla eru vinsamlega beðnir um að hafa samband í síma 4351155 eða 8627957 til að fá upplýsingar um það hvernig best er að nálgast lykklana og annað sem þeir þurfa.
Fyrsta veiðiskýrslan komin í hús
Tveir veiðifélagar skruppu á heiðina í dag og tóku stefnuna á Arnarvatn litla. Þeir komu á veiðistað uppúr kl. 9.00 í morgun og skiluðu aflaskýrslu í Hraunfossa um kl. 18.00 í kvöld. Þeir lönduðu 36 fiskum og misstu a.m.k. 20, þannig að það var mikið fjör. Þeir félagar voru mjög ánægðir og töluðu um að fiskarnir væru vel haldnir, feitir og pattaralegir. Við vorum sammála um að óvenju fáar...