Mikill aur og ill farinn vegur

Illa farinn vegurinn norðan við úlfsvatnsvaðið

Mikill aur og illa farinn vegur

 

Farið var upp á heiði í dag til að athuga með færð.

Ástandið er þannig að eins og er, þá er mikill aur og stutt niður á klaka. Það eru allar líkur á því að fresta þurfi opnun á svæðinu þetta árið.

Það verður farið aftur uppeftir að kanna aðstæður næstkomandi þriðjudag og endanleg ákvörðun um áframhladið og hvort hægt verði að opna inn á einhverrn hluta svæðisinns tekin eftir þá ferð.

Eins kom í ljós að einhver hefur gert sér ferð yfir úlfsvatnsvaðið og í átt að Úlfsvatni og skilið eftir sig ljót ummerki og það er ekki bara aurinn sem þarf að fara áður en opnað verður fyrir umferð heldur lítur út fyrir að það þurfi að gera töluvert við veginn eftir þennann skemmdarvarg.  Myndin sem hér er með sýnir hvernig vegurinn er eftir skemmdarvarginn, vonandi er hann ekki svona slæmur alla leið .

Endilega fylgist með og við komum með fréttir af þróun mála.

 

More about Arnarvatnsheiði

Skildu eftir svar