Núna er farið að halla á annars gott veiðitímabil. Fyrirkomulag veiða það sem eftir lifir tímabilinu er þannig að til og með 15 ágúst er hægt að fá veiðileyfi í vötnin en bannað að veiða í ám og lækjum á svæðinu. Eftir 19 ágúst er bara hægt að fá veiðileyfi í Úlfsvatn og þá bara vatnið sjálft. Ekki er leyft að veiða í ánum og lækjunum.
Annars hefur veiðin verið mjög góð en því miður þá eru menn tregir að skila veiðiskýrslum og senda myndir. En það væri svo gaman ef menn gætu staðið sig betur í þessum málum. Þannig ef þið lumið á veiðiskýrslu sem á eftir að skila eða eigið skemmtilegar myndir sem mætti deila með örðum heiðar vinum þá ekki hika við að senda það til okkar.
Með von um skemmtilega veiði í það sem eftir lifir veiðitímabilsins.
Mynd frá Páli Þór Leifssyni af dóttur hans með fallegan fisk sem Haukur Snorrason.. já myndin talar sínu máli. Þau voru við veiðar í Arnarvatni litla 4-6 ágúst .