Núna er farið að halla á annars gott veiðitímabil. Fyrirkomulag veiða það sem eftir lifir tímabilinu er þannig að til og með 15 ágúst er hægt að fá veiðileyfi í vötnin en bannað að veiða í ám og lækjum á svæðinu. Eftir 19 ágúst er bara hægt að fá veiðileyfi í Úlfsvatn og þá bara vatnið sjálft. Ekki er leyft að veiða í ánum og lækjunum. Annars hefur veiðin verið...
Fyrsta veiðiskýrslan komin í hús
Tveir veiðifélagar skruppu á heiðina í dag og tóku stefnuna á Arnarvatn litla. Þeir komu á veiðistað uppúr kl. 9.00 í morgun og skiluðu aflaskýrslu í Hraunfossa um kl. 18.00 í kvöld. Þeir lönduðu 36 fiskum og misstu a.m.k. 20, þannig að það var mikið fjör. Þeir félagar voru mjög ánægðir og töluðu um að fiskarnir væru vel haldnir, feitir og pattaralegir. Við vorum sammála um að óvenju fáar...