frábært að koma með krakka á Arnarvatnsheiðina

Opnað fyrir veiði 15 júní

Búið er að fara upp á heiði og athuga færð og annað. Svæðið er í ágætu ástandi eftir veturinn og flestir slóðar og vegir færir. Óvíst er um slóðann upp í Hlíðarvatn og  vegurinn fyrir austan Álftarkrók er lokaður þannig það er ekki en fært norður yfir heiðina. Við viljum benda mönnum á að skoða heimasíðu vegagerðarinnar til að sjá hvenær sá vegur verður opnaður umferð norður yfir.

Annars viljum við minna veiðimenn á að ef þeir vilja kaupa veiðileyfi með því að hafa samband í gegnum netið þá er gott að hafa fyrirvara á því, það er ekki manneskja sem situr við tölvuna öllum stundum og bíður eftir póstum.

Eins viljum við hvetja menn til að skoða dagatölin við húsin inn á heimasíðunni til að sjá hvað er laust og hvað ekki. Þetta er nokkuð skýrt fyrirkomulag og ættt ekki að vefjast fyrir fólki.

Það var að losna ein nótt í byrjun tímabilsinns í 8 manna húsinu við Úlfsvatn, 16-17 júní þannig ef einhvern langar að komast í veiði í opnun þá endilega hafið samband.

Eins viljum við benda þeim sem eiga pöntuð hús á að lesa allan póstinn sem þeir fengu til að ganga frá bókuninni, ef menn eru ekki með kvittun þegar þeir sækja lykkla þá fá þeir ekki lykilinn, það er ekki hægt að stóla á það að Kristrún sé alltaf upp á Hraunfossum til að geta staðfest það að menn eigi rétt á að fá lykilinn.

Vonumst til að veiðin gangi vel og menn gangi vel um svæðið og húsin.

 

More about Arnarvatnsheiði

Skildu eftir svar