Opnað þann 15 en vinsamlega lesið fréttina

Eiríksjökull

Það verðu opnað þann 15 en með sérstökum tilmælum til veiðimanna

Snorri Jóhannesson veiðivörður ásamt öðrum úr stjórn veiðifélagsins fóru um svæðið í dag og hérna eru nokkur orð sem allir ættu að lesa.
    Við fórum á heiðina í dag til að kanna aðstæður, þetta hefur þornað það mikið að við getum leyft mönnum að aka ofaníborna vegi.
Það eru eindregin tilmæli að menn aki aðeins á fyrirhugaðan dvalarstað og geymi ökutæki þar og gangi til veiða. Það er forsenda þess að við getum leyft mönnum að fara.
   Munið eftir flugnanetum það er komin mikil fluga.
Myndirnar sem ég tók í dag eru m,a.af bæli eftir bílinn sem stalst um Hvítasunnuna þeir hafa bjargað sér með felgu og timbri. Á einni myndinni má einnig sjá hvar fólk hefur stjáklað í aurnum meðan verið var að losa bílinn.
   Það er alger forsenda þess að við getum opnað er að fólk fari að fyrirmælum um að lágmarka óþarfa akstur. Vegagerðin er með lokun austan við brúna á Norðlingafljót, þannig að ekki er hægt að aka í Álftakrók og áfram að Arnarvatni Stóra.

More about Arnarvatnsheiði

Skildu eftir svar