Opnum þann 15 næstkomandi. Útlitið á heiðinni er óvenju gott eftir mildan vetur og gott vor, samt er vatnsstaðan í vötnunum fín. Vonumst eftir því að aflinn verði feitur og flottur eftir gott vor.
Slóðarnir eru allir opnir, biðjum samt þá sem ætla sér í Hlíðarvatn að vera með varan á og ekki aka út á svæði sem virðast blaut nema að vel athuguðu máli. Menn eru minntir á að aka alls ekki út fyrir slóða þó þeir virðist blautir og þurrara við hliðna á slóðanum. Það hefur oft endað með festum, biluðum bílum og landskemmdum.
Gróður á heiðinni er kominn óvenju langt á stað miðað við oft áður og heiðin skartar sínu fegursta. Búið er að yfirfara öll hús og komin gasgrill í þau öll.
Hlökkum til veiðitímabilsins og minnum menn á að hafa með sér kvittanir til að fá lykla afhenta og svo þeir hafi veiðileyfi meðferðis ! Eins biðjum við enn og aftur um að menn gleymi ekki aflaskýrslunum !