Það lýtur út fyrir að svæðið opni á hefðbundnum tíma þrátt fyrir að snjór hafi verið óvenju mikill miðað við síðustu ár.
Bókanir á húsunum er að taka mikklum breytingum þessa dagana þannig við viljum minna fólk á að fylgjast með dagtölunum við húsin og kannski hafa ósaka dagarnir losnað.
Hérna er smá pistill sem Snorri veiðivörður setti á facebook eftir að hann og Guðmundur formaður fóru í eftirlitsferð um svæðið.
Við fórum að Úlfsvatni í gærkveldið, Það var búið að hefla fram að fljóti. Það var dálítil kveikja í fljótinu og slóðarnir norðan þess eru á mörkum þess að verða færir, það þarf að þorna aðeins meir , en þetta gerist fljótt hlýni aðeins.Það eru aðeins 40 cm niður á klaka. Við höfum þá trú að hægt verði að opna þann 15 júní að venju , en fari menn útfyrir slóða sem að sjálfsögðu á ekki að gera þá er það ávísun á vandræði.. Það virtist vera þónokkuð fuglalíf við ´vatnið og því viljum við ítreka enn og aftur að fram að 15 júlí er stranglega bannað að fara í land í hólmunum á vatninu,og ekki æskilegt að vera mjög nálægt þeim við veiðar, enda veiðist ekkert betur þar en annarsstaðar.
Myndin við fréttina var tekin í könnunar ferð þeirra Snorra og Guðmundar.