Við viljum biðja menn á að ath. það að opnunartíminn á Hraunfossum er ekki sá sami og verið hefur síðustu 2 ár. Þar er opið frá 11-15 mánu-fimmtudaga og 11-17 föstu-sunnudaga. Þetta gæti breyst viku frá viku. Viljum benda mönnuma að ath opnunartíman á facebook síðu Hraunfossa. En ef menn eru að hugsa um að skella sér upp á heiði þá er líka alltaf hægt að óska eftir veiðileyfum í gegnum vefinn okkar http://arnarvatnsheidi.is/ og þá er rétt að benda á að það er ekki neinn sem situr við tövluna allan sólahringinn. En tölvupósturinn er skoðaður daglega og stundum oft á dag. En endilega reynið að hafa smá fyrirvara á því að óska eftir leyfum.. Annars er veiðin góð og veðrið hefur leikið við alla 🙂 fiskar um allt og náttúran í sínum fullkomana sumar skrúð þessa dagana.