Verðskrá 2023
Veiðifélag Arnarvatnsheiðar leigir út tvö veiðihús við Úlfsvatn, eitt nýlegt hús milli Arnarvatns litla og neðra Arfavatnsins, Úlfsvatnsskála norðan við Úlfsvatn og Álftakróksskálan.
Um helgar kosta stærri veiðihúsin (8 manna) 42600 kr. pr. sólarhring. Minna húsið (4 manna ) kostar 23900kr. pr. sólarhring um helgar.
Aðfaranætur mánudaga til aðfaranætur föstudaga (sem sagt í miðri viku) kosta stærri húsin 36900 kr. en hið minna 19200 kr.
Húsin eiga að vera tilbúin fyrir næsta gest kl. 17 á brottfarardegi og þá fara skipti fram að öllu jöfnu en kjósi menn að fara fyrr getur sá næsti að sjálfsögðu sest fyrr að.
Gistng í leitamannaskálunum kostar 4400 kr. á mann og verð fyrir hest er 330 kr. Ef menn vilja láta taka skálann frá fyrir sig þá þarf að borga sem nemur 12 gistirýmum 52800 kr.
Hægt er að kaupa hey og rúllan kostar 20.000 kr ef keyptar eru 2 kostar seinni rúllan 15000 kr.
Lyklar eru afhentir mönnum í veitingarhúsinu við Hraunfossa. Millifæri menn veiðileyfi og húsaleigu verða þeir að sýna kvittun til að fá lyklana afhenta.
Verð á veiðileyfum sumarið 2023
9000 kr. stöngin á dag.
Veiðileyfi eru seld í gegnum heimasíðuna með því að senda inn fyrispurn eða í veitingarhúsinu við Hraunfossa, þar er opið frá 11 til 15 mánudaga til fimmtudaga og 11-17 föstu-sunnudaga.
Ekki eru seldir hálfir dagar. þ.e.a.s veiðileyfi skiptist ekki milli daga. Hvert leyfi er bundið dagsetningu. t,d leyfi 20 júni gildir ekki þann 21 júní, jafnvel ekki þó aðeins hafi verið veitt hálfan daginn þann 20.